Song of Horror

Song of Horror

Raiser GamesHasar og ævintýriAnnaðÞrautir og fróðleikur
ISK 4,648
8 Supported languages
8 Supported languages
Fyrir 16 ára og eldri
PEGI 16
Gróft ofbeldi, Gróft orðbragð, Áfengis-/tóbaksnotkun

Description

Hinn frægi rithöfundur Sebastian P. Husher er horfinn ásamt fjölskyldu sinni. Áhyggjufullur ritstjórinn hans sendi aðstoðarmann sinn heim til hans að gá að honum - en hann snéri ekki aftur... Þessi mannshvörf hrinda af stað atburðarás sem mun brátt leiða eitthvað hræðilegt í ljós: nafnlaus, myrk vera, sem er aðeins þekkt sem Nærveran virðist bera ábyrgð á þeim. ÓSTÖÐVANDI VERA Song of Horror býður upp á sannanlega kraftmikla upplifun á skelfingu: andhétju leiksins, yfirnáttúrulegu verunni sem er aðeins þekkt sem Nærveran, er stýrt af háþróaðri gervigreind sem aðlagast gjörðum þínum og ákvörðum. Þú munt upplifa óbærilega skelfingu, þegar þessi yfirnáttulega vera bregst við leikstíl þínum og hefur upp á þér á óvæntan hátt sem gefur sérhverjum leikmanni einstaka upplifun og spennan byggist upp á náttúrulegan hátt í stað þess að koma frá forskrifaðri atburðarás. 13 SPILANLEGAR SÖGUPERSÓNUR Þegar þú spilar, munt þú upplifa þessa sögu frá sjónarhóli fjölbreytts hóps sögupersóna, sem hver og ein tengist sögunni á sinn hátt. Engin þeirra er eins, og sérhver þeirra leggur til sína einstöku sýn á rannsóknina, sem gerir þeim kleift að nálgast vísbendingar og hluti á annan hátt. Gjörðir og ákvarðanir þeirra móta söguheiminn: sum þeirra vita meira eða minna um ákveðna hluta sögunnar; sumar eru áhrifameiri gegn birtingarmyndum yfirnáttúrulegra afla, en þær geta allar dáið ef Nærveran nær til þeirra - og dauðinn er varanlegur. Ef þær deyja, þarft þú að taka upp þráðinn með annarri þeirra, og halda rannsókninni áfram svo dauði þeirra verði ekki til einskis. KANNAÐU SKELFILEGUSTU STAÐINA Dularfull antíkbúð, gleymt klaustur, yfirgefið geðveikrahæli... Sérhver staður í Song of Horror sækir innblástur til sígildra hluta greinarinnar. Kannaðu og rannsakaðu þessa andsetnu staði til þess að safna vísbendingum og hlutum sem munu hjálpa þér að leysa erfiðar gátur á meðan þú reynir að standast ærandi spennuna í leiknum.

Published by

Raiser Games

Developed by

Protocol Games

Release date

5/28/2021

Play with

  • Xbox One
  • Xbox Series X|S

Capabilities

  • Einn spilari
  • Árangur á Xbox
  • Xbox vistað á skýi